Skilmálar

ALMENNT

Start tekur enga ábyrgð á innsláttarvillum, úreltum eða röngum upplýsingum sem birtar eru á vefnum. Þá eru meðtalin verð,vörulýsingar og tæknilegar upplýsingar. Start áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga. Start áskilur sér rétt til að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta póstkröfu-pantanir símleiðis.
 

SKIL EÐA SKIPTI Á VÖRUM

Þú hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að þú hafir ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Vara er tekin tilbaka á upphaflegu kaupverði.


ÁBYRGÐ

Ábyrgðartími á búnaði er almennt 2 ár þegar um neytendakaup er að ræða í samræmi við reglur neytendakaupalaga nr. 48/2003.  Þegar búnaður er keyptur í atvinnuskyni af lögaðila er ábyrgðartími 1 ár. Ekki er tekin ábyrgð á eðlilegu sliti á búnaði né ef ekki hafi verið farið eftir leiðbeiningu framleiðanda í uppsetningu. Ábyrgð fellur út gildi ef aðrir en starfsmenn Start gera tilraun til viðgerða á búnaði án samþykkis Start eða röng spenna hefur verið sett inn á búnaðinn. Start er ekki ábyrgt fyrir afleiddum skaða sem rekja má til gallaðra vöru. Rafhlöður í fartölvum eru rekstrarvörur og rýrna við notkun, ábyrgð á rafhlöðum er 1 ár.


EIGNARRÉTTUR

Seldar vörur eru eign seljanda þar til kaupverð er að fullu greitt. Reikningsviðskipti afnema ekki eignarétt seljanda fyrr en full greiðsla hefur borist.


HÖFUNDARRÉTTUR OG VÖRUMERKI

Allt efni á vefsvæði start.is, texti, grafík, lógó, hnappaíkon, myndir, hljóðskrár og hugbúnaður er eign Startsíðunnar ehf eða eign birgja Startsíðunnar ehf sem selja vörur sínar á vefsvæði Startsíðunnar ehf og nýtur höfundaréttar og verndar lögum samkvæmt. Gagnagrunnur start.is, val eða niðurröðun á efni í honum nýtur höfundaréttar og er eign Startsíðunnar ehf. Vörumerki Startsíðunnar ehf, "start" og "dreamware", eru vörumerki sem eru skráð hjá Einkaleyfastofunni og eign Startsíðunnar ehf og má ekki nota í tengslum við neinar tölvutengdar vörur eða þjónustu án skriflegs leyfis frá Startsíðunni ehf.


Skilmálar þessir eru almennir verslunarskilmálar Start.is og tóku gildi þann 1. febrúar 2003.

Loading...